Sigmundur vekur Ingu frá þingmennskudraumum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2017 11:30 Ekki verður betur séð en Sigmundur Davíð sé að taka allt fylgið frá Ingu Sæland. Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“ Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“
Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?