Ógeðfelldir aðilar vaða uppi innan óperubransans Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2017 13:53 Gunnar segir tónlistargeirann sannarlega ekki hafa farið varhluta af mönnum sem fara þar um, misnota aðstöðu sína og svífast einkis til að ná sínu fram. Þeir eru sannarlega til menn á borð við Harvey Weinstein innan óperu heimsins. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari er einn þeirra sem hefur stigið fram á Facebooksíðu sinni og greint frá því að óperu- og tónlistarbransinn sé undirlagður af kynferðislegri áreitni. Og þar sé ógeðfelldir aðilar á kreiki sem svífast einskis til að ná sínu fram. Sannkölluð sprenging hefur orðið í dag á samfélagsmiðlum í kjölfar mála tengdum Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðanda og og ásökum á hendur honum sem snúa að bæði nauðgunum og svo kynferðislegri áreitni á hendur konum sem voru undir hann settar. Vísir hefur greint skilmerkilega frá þessum málum. Björk hefur sagt frá því að hún hafi mátt sæta kynferðislegri áreitni af hálfu Lars von Triers kvikmyndaleikstjóra, sem reyndar vísar þessu alfarið á bug ásamt framleiðanda og þá hafa meðal annarra Telma Tómasson sjónvarpsmaður, Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður stigið fram og greint frá upplifun sinni sem þær túlka sem ofbeldi af hálfu karlmanna.Vildi hitta Gunnar einan En, nú hefur Gunnar stigið fram á sviðið, greint frá kynferðislegum óbermum innan óperuheimsins sem misnota aðstöðu sína. Sjálfur hefur Gunnar ekki farið varhluta af slíkum kónum. „Fyrir um 28 árum upplifði ég að ráðning í óperuverkefni gekk til baka þegar listrænn stjórnandi, sem hafði stungið uppá að hitta mig heima hjá mér „til að ræða ráðningarmál“, hætti við allt saman þegar hann hitti fyrir kærustuna mína, Ólöfu á staðnum sem ætlunin var að hitta mig einan á. Viðkomandi hætti s.s. við allt saman og það var varla að maður trúði því þá að heimurinn gæti verið svona undarlegur. Að heilagur heimur listanna sem ætti að vera svo góður og réttsýnn virkaði með þessum hætti.“Svífast einskis til að ná sínu fram Gunnar segist ekki geta sagt að hann hafi sjálfur persónulega upplifað aftur þessa sömu ónotatilfinningu nema af öðrum ástæðum: „Ég hef heyrt af mörgum dæmum um kynferðislega áreitni sem konur í óperu- og tónlistarbransanum hafa orðið fyrir. Það eru ógeðfeldir aðilar í þeim bransa eins og öðrum sem svífast einskis til að ná sínu fram. Hvet konur til að koma fram með sínar sögur. Þessa hegðun þarf að uppræta.“ Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari er einn þeirra sem hefur stigið fram á Facebooksíðu sinni og greint frá því að óperu- og tónlistarbransinn sé undirlagður af kynferðislegri áreitni. Og þar sé ógeðfelldir aðilar á kreiki sem svífast einskis til að ná sínu fram. Sannkölluð sprenging hefur orðið í dag á samfélagsmiðlum í kjölfar mála tengdum Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðanda og og ásökum á hendur honum sem snúa að bæði nauðgunum og svo kynferðislegri áreitni á hendur konum sem voru undir hann settar. Vísir hefur greint skilmerkilega frá þessum málum. Björk hefur sagt frá því að hún hafi mátt sæta kynferðislegri áreitni af hálfu Lars von Triers kvikmyndaleikstjóra, sem reyndar vísar þessu alfarið á bug ásamt framleiðanda og þá hafa meðal annarra Telma Tómasson sjónvarpsmaður, Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður stigið fram og greint frá upplifun sinni sem þær túlka sem ofbeldi af hálfu karlmanna.Vildi hitta Gunnar einan En, nú hefur Gunnar stigið fram á sviðið, greint frá kynferðislegum óbermum innan óperuheimsins sem misnota aðstöðu sína. Sjálfur hefur Gunnar ekki farið varhluta af slíkum kónum. „Fyrir um 28 árum upplifði ég að ráðning í óperuverkefni gekk til baka þegar listrænn stjórnandi, sem hafði stungið uppá að hitta mig heima hjá mér „til að ræða ráðningarmál“, hætti við allt saman þegar hann hitti fyrir kærustuna mína, Ólöfu á staðnum sem ætlunin var að hitta mig einan á. Viðkomandi hætti s.s. við allt saman og það var varla að maður trúði því þá að heimurinn gæti verið svona undarlegur. Að heilagur heimur listanna sem ætti að vera svo góður og réttsýnn virkaði með þessum hætti.“Svífast einskis til að ná sínu fram Gunnar segist ekki geta sagt að hann hafi sjálfur persónulega upplifað aftur þessa sömu ónotatilfinningu nema af öðrum ástæðum: „Ég hef heyrt af mörgum dæmum um kynferðislega áreitni sem konur í óperu- og tónlistarbransanum hafa orðið fyrir. Það eru ógeðfeldir aðilar í þeim bransa eins og öðrum sem svífast einskis til að ná sínu fram. Hvet konur til að koma fram með sínar sögur. Þessa hegðun þarf að uppræta.“
Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45