Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. október 2017 19:30 Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi. Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi.
Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira