Bjarki Evrópumeistari: Ungur og hungraður og langar að halda áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 07:00 Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Sjá meira