„Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 20:00 Hanna Katrín er full virðingar í garð fyrrverandi formanns Viðreisnar fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir. visir.is/Eyþór „Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02