Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. október 2017 06:00 Sambandssinnar í Katalóníu hafa mótmælt aðgerðum héraðsstjórnarinnar. Vísir/EPA Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ef Katalónía lætur ekki af óljósum áformum um sjálfstæðisyfirlýsingu mun spænska ríkisstjórnin grípa til aðgerða og byrja á því að svipta héraðið sjálfsstjórnarréttindum. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í gær. Vafi leikur á um hvort Katalónar hafi eða hafi ekki lýst yfir sjálfstæði á þriðjudag. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skrifaði vissulega undir yfirlýsingu þess efnis en gildistöku yfirlýsingarinnar var frestað í því skyni að freista þess að komast að samkomulagi við Rajoy-stjórnina. Rajoy gaf Puigdemont fimm daga frest til að skýra mál sitt en tilkynning gærdagsins er fyrsta skrefið í átt að sviptingu sjálfsstjórnarréttinda. Togstreitan á milli katalónskra aðskilnaðarsinna og Spánverja hefur ekki verið meiri í langan tíma en hún hefur stigmagnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið boðaði til kosninga. Þær kosningar fóru fram þótt spænski stjórnlagadómstóllinn dæmdi þær ólöglegar og niðurstöðurnar voru mikill stuðningur við sjálfstæðisyfirlýsingu, þó með dræmri kjörsókn. „Þetta ákall til Katalóna, sem kemur áður en stjórnvöld grípa til aðgerða í samræmi við 155. grein stjórnarskrár okkar, miðar að því að gera ástandið skýrt fyrir almenningi og tryggja öryggi þeirra í aðstæðum sem þessum,“ sagði Rajoy.Mariano Rajoy forsætisráðherra var harðorður í garð aðskilnaðarsinna.Nordicphotos/AFP„Það er algjörlega nauðsynlegt að binda enda á ástandið í Katalóníu, að tryggja öryggi héraðsins á ný, eins fljótt og auðið er,“ bætti forsætisráðherrann við. Rajoy hélt einnig ræðu fyrir spænska þinginu síðar í gær þar sem hann sagði alvarlegustu ógn í fjörutíu ára sögu Spánar nú steðja að ríkinu. Sakaði hann katalónska aðskilnaðarsinna um að hafa hrundið af stað andlýðræðislegri áætlun og með því sogað alla Katalóna, jafnvel sambandssinna, inn í hringiðuna. Spánverjar þyrftu því að koma jafnvægi á í héraðinu á ný. Forsætisráðherrann þvertók einnig fyrir að erlendir aðilar kæmu að borðinu til að miðla málum. Sú ábyrgð hvíldi á herðum Puigdemont og samstarfsmanna hans. Jafnframt væri hann tilbúinn til þess að semja um aukna sjálfsstjórn Katalóníu og breytingar á spænsku stjórnarskránni en það þyrfti að gerast innan ramma spænskra laga. Pedro Sanchez, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um ástandið við fjölmiðla í gær. Sagði hann að stjórnarandstaðan ynni með ríkisstjórninni að því að binda enda á deiluna. „Við einbeitum okkur að því að því að halda Katalóníu innan Spánar, ekki að því hvernig væri hægt að veita héraðinu sjálfstæði,“ sagði Sanchez. Er meirihluti fyrir sjálfstæði?Þótt níutíu prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum í Katalóníu hafi fallið sjálfstæðinu í vil er ekki hægt að fullyrða að meirihluti Katalóna aðhyllist aðskilnað frá Spáni. Til að mynda var kjörsókn vel undir fimmtíu prósentum og þá höfðu sambandssinnar á katalónska þinginu eindregið hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga hinar ólöglegu kosningar. Það er einnig erfitt að nálgast nýjar skoðanakannanir um sjálfstæði Katalóníu. Í könnun Sociométrica frá því í byrjun september kemur fram að 50,1 prósent aðhyllist sjálfstæði. Í júlí kom fram í könnun GESOP að 41,1 prósent aðhylltist sjálfstæði og í könnun GAD3 frá því í apríl aðhylltust 41,9 prósent sjálfstæði. The Washington Post birti langa úttekt í gær á því sem miðillinn kallar „Mýtan um mikinn stuðning við sjálfstæði Katalóníu“. Þar kemur fram að samkvæmt opinberum könnunum katalónsku héraðsstjórnarinnar hafi stuðningur við sjálfstæði mælst 35 prósent í júlí. Samkvæmt þeim könnunum hafa sjálfstæðissinnar aldrei verið í meirihluta undanfarinn áratug. Næst meirihluta var komist árið 2013 þegar 49 prósent sögðust styðja sjálfstæði. Í úttektinni kemur hins vegar fram að í ljósi hatrammrar deilu Rajoy og Puigdemont sé líklegt að stuðningur við sjálfstæði aukist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira