Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 16:00 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var til viðtals í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól en þátturinn var sýndur 26. desember í fyrra. Í honum ræddi Hörður Magnússon ítarlega við Heimi um fótboltaferil hans og íslenska landsliðið. Heimir varð á mánudagskvöldið fyrsti maðurinn til að stýra íslensku fótboltalandsliði í lokakeppni HM en strákarnir okkar verða á meðal þjóðanna 32 sem keppa á HM í Rússlandi á næsta ári. Lokaspurningin í þættinum frá Herði var einföld: „Komumst við á HM í Rússlandi? Heimir hugsaði sig stuttlega um en gaf svo langt og ítarlegt svar. Það sem hann sagði fyrir jól hefur meira og minna allt staðist. „Já, við komumst á HM. Ég er svo viss um að 2017 verður betra ár fyrir íslensku leikmennina heldur en 2016 eftir EM. Það var mjög erfitt fyrir strákana að fara beint eftir Evrópumótið inn í undirbúningstímabil og þaðan inn í tímabilið. Það voru margir sem áttu í erfiðleikum með að komast í sín lið og ef ég á að vera heiðarlegur eru fáir íslenskir leikmenn sem eru búnir að blómstra eftir EM-sumarið. Það er rétt svo Gylfi núna og Emil og Jón Daði í byrjun tímabils. Ég er alveg viss um það, að eftir jólafrí og eftir að skandinavarnir eru búnir að taka sitt frí sé ég íslensku leikmennina spila miklu betur heldur en þeir eru búnir að gera hingað til með sínum liðum og landsliðið mun njóta þessa. Ef við höldumst heilir og erum með allan okkar mannskap þá er ég sannfærður um að við förum á HM. Ég veit líka að metnaðurinn er svo mikill hjá þessum strákum. Það er meiri áskorun að komast á HM og ég veit að þeir vilja vera fyrsta íslenska landsliðið sem kemst á lokakeppni heimsmeistaramóts. Það yrði svo ofboðsleg rúsína og gaman fyrir þessa greifa að að spila í Rússlandi 2018 í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Viðtalsbrotið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00 Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00 Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi. 11. október 2017 11:00
Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum 23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar. 11. október 2017 09:30
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30
Ísland í A-deild Þjóðadeildar og í 3. styrkleikaflokki fyrir HM Frábær árangur strákanna okkar gefur þeim tækifæri til að spila við þá bestu í nýrri Þjóðadeild. 11. október 2017 09:00
Íslenska landsliðið missir titilinn „Kóngar Norðurlanda“ Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti á næsta FIFA-lista en er ekki lengur besta fótboltalandslið Norðurlanda. 11. október 2017 14:30