Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:00 Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira
Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira