Björt gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2017 14:23 Björt er helst á því að ummæli Jóns dæmi sig sjálf. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50