Heimir var hvattur til að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2017 06:30 Fagnað í leikslok í gær. Vísir/anton brink „Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sjá meira
„Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti