Friðarbylting unga fólksins Dagur B. Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 10. október 2017 07:00 Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Jón Atli Benediktsson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun