Heilbrigð sál í hraustum líkama Willum Þór Þórsson og Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Willum Þór Þórsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar