Bjarkey: „Getum ekki verið í kosningum ár eftir ár“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:11 Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“ Kosningar 2017 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“
Kosningar 2017 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Sjá meira