Vonast til að bæta við sig fylgi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 12:14 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Vísir/Ernir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“ Kosningar 2017 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“
Kosningar 2017 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira