Hróp og köll á leiðtogaumræðum: „Þið eruð gargandi vinstriflokkur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 22:02 Logi Einarsson fann sig knúinn til þess að kalla tvisvar að flokkur hans hygðist ekki hækka skatta á launafólk. Skjáskot/RÚV „Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur. Kosningar 2017 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Það er engin tilviljun að fylgið er að fara frá Vinstri grænum til ykkar. Þið eruð gargandi vinstriflokkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við Loga Einarsson í leiðtogaumræðum Ríkisútvarpsins sem standa yfir á RÚV. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði að skattabreytingar lendi alltaf á millistéttinni. Hún sagði Viðreisn vera mjög á móti skattatillögum vinstri flokkanna. Logi Einarsson greip þá fram í fyrir henni. „Hvaða tillögur eru það Þorgerður?“ sagði Logi og kallaði til hennar að Samfylkingin ætlaði sér ekki að hækka skatta á launafólk. Að mati Þorgerðar Katrínar ætti að hætta að skilgreina stjórnir sem hægri eða vinstri stjórnir, heldur ætti að mynda stjórn frá miðju. „Miðjan og þeir flokkar sem kenna sig við hana, þeir eru að styrkjast.“„Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund“ Það hitnaði einnig í kolunum á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Loga Einarssonar. Logi útskýrði stefnu Samfylkingarinnar og sagði stefnuna vera að styrkja félagslega kerfið. „Bjarni kom hér áðan inn á harðduglegu fjölskylduna. Í dag er staðan þannig að þessar harðduglegu fjölskyldur, launafólk með börn þau kannski hafa það rétt fram yfir hver mánaðarmót en við minnstu áföll, sjúkdóma eða annað, þá lendir þetta fólk inni í vítahring, jafnvel í fátækt og þessu þurfum við að breyta,“ sagði Logi. Hann sagði Þorgerði Katrínu og Bjarna hafa birst sem jafnaðarmenn fyrir einu ári síðan en að þau hafi fellt niður grímuna eftir kosningar og sauðagæruna í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hann sagði Samfylkinguna hafa verið nokkuð hógværa þegar það kemur að loforðum. Logi óskaði eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hygðist fjármagna 34 milljarða króna skattalækkun sem flokkurinn hefur boðað. „Ætlar hann að segja upp kennurum? Ætlar hann að segja upp lögregluþjónum? Ætlar hann að segja upp hjúkrunarfræðingum eða ætlar hann að veikja almannakerfið? Sjálfstæðisflokkurinn verður að svara því núna fyrir morgundaginn.“ Bjarni brást við með því að tala um skattahækkanir í stjórnartíð Samfylkingarinnar og þá greip Logi fram í fyrir honum. „Við erum ekki að fara að hækka skatta á laun,“ sagði Logi. Bjarni brást við með því að biðja Loga um að halda sér rólegum. „Getur þú aðeins haldið þér rólegum Logi, bara í smá stund,“ sagði Bjarni og bætti við að skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins jafngiltu 600 þúsund krónum á ári fyrir hjón með meðaltekjur.
Kosningar 2017 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira