Eitt fordæmi fyrir fjögurra flokka stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2017 06:00 Fjögurra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af störfum 1991. Í henni sátu frá vinstri Júlíus Sólnes, Guðmundur Bjarnason, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Óli Þ. Guðbjartsson. Vísir/GVA Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn árið1989. Ríkisstjórnin sat fram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974 sat stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og svo sat vinstristjórn Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstristjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræðiÞá hafa nokkrar minnihlutastjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minnihlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn,“ segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan. Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur einungis ein utanþingsstjórn verið starfandi. Gunnar Helgi segir að það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkisstjóra sem þá var og hafði ekki þingmeirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í mjög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á Íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei.“ Samstarf margra flokka í borgarstjórnÞrátt fyrir að einungis eitt fordæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir því í sveitastjórnum. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaður af fjórum flokkum. Þá var kosningabandalag R-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyfingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ----Hér í textanum var upphaflega fullyrt að ríkisstjórnin 1947-1949 og er alla jafna kölluð Stefanía hafi verið mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalagi. Hið rétta er að hún var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira