Stöðvum brotthvarf úr heilbrigðisgeiranum Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 27. október 2017 12:00 Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Skilgreina þarf mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og meta áhættuþætti vegna mönnunar. Eitt aðal viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna er að veita líkamlegum og andlega sjúkum einstaklingun umönnun. En þetta á ekki einungis við um þá veiku einstaklinga sem þeir sinna, heldur einnig gagnvart samstarfsaðilum. Í dag ríkir ekki ágreiningur um mikilvægi þess að hafa hæft starfsfólk sem sinnir störfum sínum af alúð og á sem árangursríkastan hátt hverju sinni. Það að hafa gott starfsfólk í vinnu skiptir sköpum því mannauðurinn er dýrmætasta eign hverrar skipulagsheildar. Launakjör, vinnuaðstæður, samskipti og starfsþróun eru helstu þættirnir sem starfsfólk innan heilbrigðisgeirans horfir til. Hætta er á starfsóánægju og brotthvarfi úr starfi ef þetta fernt er stöðugt í ólagi, en því miður er það nú þegar að gerast. Við hljótum öll að vera samhuga um, að hlúa þurfi betur að heilbrigðisstarfsfólki. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, en þeir sem eru nýútskrifaðir vilja helst ekki starfa við hjúkrun vegna bágra starfskjara. Ofan á það bætist svo við brotthvarf vegna aldurs og veikinda. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeirri vakt sem þeir taka og ef einhver mistök eiga sér stað. Því er afar mikilvægt að mönnun sé ekki þannig að hún stofni öryggi allra í hættu. Það er afar mikilvægt að farið sé hið fyrsta í að skilgreina mönnunarþörf hverrar einingar innan heilbrigðiskerfisins og þá sér í lagi hver hættumörkin séu. Við hjá Miðflokknum ætlum að taka á þessum vanda með beinum aðgerðum og leitast eftir samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk um úrbætur á þessu. Sú vinna verður okkur öllum til hagsbóta.Sólveig Bjarney Daníelsdóttir starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar