Geir: Þetta er ánægjulegur hausverkur Benedikt Grétarsson í Laugardalshöll skrifar 26. október 2017 21:47 Geir Sveinsson ræðir við sína menn í leikhlé. vísir/eyþór Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita