Íþróttaiðkun er besta forvörnin fyrir börn og unglinga Una María Óskarsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon og Bjarni Jóhannsson skrifa 26. október 2017 11:30 Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar