Réttindi og tækifæri til jafns við aðra Páll Valur Björnsson skrifar 25. október 2017 09:15 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar