Siðbótin í ljósi sögunnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2017 09:45 "Við Íslendingar höfum haft þröngt sjónarhorn á siðbótarhreyfinguna til þessa og þau tímamót í menningarsögu Vesturlanda sem hún markaði,“ segir séra Gunnar. Vísir/Anton Brink Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það sem ég ætla að tala um er einkum hvers konar fyrirbæri siðbótin var, hverjir siðbótarmennirnir voru sem kenndu sig við Lúther og hver markmið þeirra voru,“ segir séra Gunnar Kristjánsson um fyrirlestur sem hann flytur í Snorrastofu í Reykholti í kvöld og hefst klukkan 20.30. Tilefnið er að nú í októberlok eru 500 ár frá því Marteinn Lúther birti gagnrýni sína á Rómarkirkjuna og festi á kirkjuhurð furstahallarinnar í Wittenberg í Þýskalandi auk þess sem hann bauð til almennrar umræðu um efnið. „Ég hef lengi stúderað Lúther og meðal annars unnið að þýðingum nokkuð margra rita eftir hann sem munu koma út á næstunni,“ segir séra Gunnar sem telur siðbótina eina áhrifamestu umbótahreyfingu sögunnar og rekur hugmyndir um almenna menntun, vestræna samfélagshugsun, rætur velferðarkerfisins og hugsjónir frönsku byltingarinnar til hennar. „Siðbótin kristallast einkum í tvennu,“ segir hann. „Í fyrsta lagi gagnrýni á Rómarkirkjuna sem var glæsileg hið ytra á 16. öld en aldrei í sögunni jafn spillt hið innra, einkum á það við um páfana. Í öðru lagi er siðbótin að vissu leyti undanfari upplýsingastefnunnar. Lúther þýddi Biblíuna á þýsku, móðurmál sitt, svo að almenningur gæti lesið hana, myndað sér skoðun og tekið afstöðu. Fólk þyrfti ekki að lúta túlkunarvaldi vígðra manna heldur væri hver og einn frjáls til að lesa og hugsa og móta eigin skoðanir. Þetta er ein af grundvallarforsendum siðbótarinnar. Þótt Lúther hafi barist gegn klausturlifnaði vildi hann að klaustrunum yrði breytt í menningarstofnanir. Eitt rita hans fjallar um að skynsamlegt væri að breyta þeim í skóla þar sem börn alþýðufólks, bæði drengir og stúlkur, lærðu að lesa og skrifa þannig að þau gætu verið virkir þátttakendur í samfélaginu.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira