Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. október 2017 20:57 „Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41