Grunnstoðir og burðarvirki samfélagsins Gunnar Árnason skrifar 24. október 2017 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar