Það eru almenn mannréttindi Anna Kobrún Árnadóttir skrifar 23. október 2017 10:28 Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar