Gráu svæðin í velferðarþjónustu – heimahjúkrun Guðjón Bragason skrifar 23. október 2017 07:00 Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun