Forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 17:23 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru forystumenn þeirra flokka sem eru með mest fylgi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28