„Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 14:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur í Sprengisandi í morgun. vísir/eyþór „Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42