Mikill ójöfnuður eigna hérlendis er staðreynd Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. október 2017 14:30 Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun