Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Lárus Guðbjartsson og Steinarr Lár Steinarsson, eigendur Kúkú Campers. Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira