Sigurður Ingi með trompin á hendi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í gær. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira