Fráfarandi þingmenn eiga rétt á 70 milljónum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. október 2017 06:00 Sextán fráfarandi þingmenn eiga rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði í kjölfar kosninganna þar sem fjórtán þeirra náðu ekki endurkjöri. vísir/stefán Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Fjórtán sitjandi þingmenn féllu af þingi í kosningunum á laugardag en tveir þingmenn gáfu ekki kost á sér. Þrátt fyrir að kjörtímabilið nú hafi aðeins verið eitt ár í stað fjögurra þá eiga allir þessir sextán þingmenn rétt á biðlaunum í þrjá til sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem í dag nemur rúmlega 1.100 þúsund krónum. Kjörnir þingmenn þurfa ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga þennan rétt, engu máli skiptir hversu lengi eða stutt þeir hafa setið né hversu langt eða stutt viðkomandi kjörtímabil er. Þeir sem sitja eitt kjörtímabil, jafnvel þótt það sé aðeins eitt ár eins og raunin var núna, eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánuðum. Þótt það hafi væntanlega reynst mörgum þingmönnum og ráðherrum áfall að ná ekki endurkjöri í kosningunum nú þá veitir biðlaunakerfið þeim ákveðið andrými til að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði á ný. Öryggisnetið er þó víðfeðmara en hjá hinum hefðbundna launþega, því að í lögum um þingfararkaup segir að biðlaunin falli aðeins niður að fullu á biðlaunatímanum ef þingmenn ráði sig í starf sem fylgja jöfn eða hærri laun en sem nemur biðlaununum. Ef launin í nýja starfinu eru lægri ber ríkinu að greiða þingmanninum fyrrverandi launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins. Samantekt Fréttablaðsins leiddi í ljós að sex þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum nú, þar af þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, eiga sömuleiðis rétt á sex mánuðum sem og Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem ekki gaf kost á sér núna en hafði setið á þingi á tveimur kjörtímabilum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gaf heldur ekki kost á sér en á rétt á þremur mánuðum. Hún hafði hins vegar lýst því yfir í Fréttablaðinu í ágúst að hún myndi ekki nýta rétt sinn til biðlauna. Hinir tíu þingmennirnir sem hverfa nú af þingi voru kjörnir á þing fyrir ári og eiga því rétt á þremur mánuðum. Að biðlaunum Theodóru undanskildum er því ljóst að þeir 15 þingmenn sem ekki náðu endurkjöri eiga samtals rétt á 69,4 milljónum króna í biðlaunagreiðslur næstu mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira