„Við vorum að koma af leynifundi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 14:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08