Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 10:40 Bjarni Benediktsson eftir fund með forseta Íslands í dag. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00