Vinnutíminn heillar Hildi ekki til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:30 Telma Lind Ásgeirsdóttir og stöllur hennar í Blikaliðinu eru að standa sig mjög vel í byrjun Íslandsmótsins. vísir/Ernir Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir stórkostlegum sigri sínum á meistaraefnum Hauka í síðustu viku með útisigri gegn botnliði Njarðvíkur á laugardaginn. Blikarnir eru búnir að vinna þrjá leiki af sex og hafa komið skemmtilega á óvart í byrjun leiktíðar. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina enda var okkur spáð ansi neðarlega. Ég bjóst samt alltaf við því að við myndum eiga fullt erindi í öll liðin í deildinni. Ég er ánægð að sjá að stelpurnar mínar eru að ná að klára leikina og eru ekki hræddar við neitt,“ segir Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks.Í lagi án hinnar Hildar Hildur er á öðru ári í þjálfun en þessi margfaldi Íslandsmeistari sem leikmaður er að búa til spennandi lið úr leikmönnum sem voru mögulega nær því að hætta í körfubolta en að taka slaginn með Blikum. „Það er gaman að þessir leikmenn vilji koma og spila fyrir óreyndasta þjálfarann í deildinni,“ segir Hildur og hlær við en nú síðast fékk hún Hvergerðinginn Marín Laufeyju Davíðsdóttur til að rífa fram skóna en þar fer flottur miðherji sem styrkir Blikaliðið. „Marín hefur verið í langri pásu og var ekki til í að taka slaginn með okkur strax þegar við töluðum við hana í sumar. Hún tók nokkra leiki með Hamri og sá þá að hún á ennþá fullt erindi í þetta. Það er gaman að hún var líka spennt fyrir því að koma,“ segir Hildur, en skömmu áður en leiktíð hófst varð ekkert úr því að landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði með nýliðunum þar sem hún fékk samning á Spáni. „Hún er frábær leikmaður og með hana innanborðs hefði okkur verið spáð ofar. Við vorum samt aldrei að fara að standa í vegi fyrir þessu tækifæri. Við bættum ekki miklu við okkur og því héldu margir að við myndum ekkert geta en stelpurnar hafa verið á fullu hjá góðum styrktarþjálfara og eru í góðu standi og tilbúnar í þetta.“Vondur vinnutími Hildur segist hafa gaman af því að þjálfa en óvíst er hvort hún verður eins lengi í þeim bransa og hún var sem leikmaður. „Þetta er skemmtilegt starf en ég var að eignast barn í sumar þannig að þetta er svolítið púsluspil. Ég er með fínan aðstoðarþjálfara sem hjálpar mér í leikjum og tekur eina og eina æfingu með mér þannig að það er gott að leita til hans. Þessu fylgir samt hundleiðinlegur vinnutími. Það er erfitt að fara frá börnum á matmálstíma og þegar það er mikið að gerast heima. Ég tek bara eitt ár í einu í þessu. Það kemur betur í ljós hvernig þessi vetur verður hjá mér en kannski verður hægt að útfæra þetta eitthvað með aðstoðarþjálfara,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn