Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar í liðnum mánuði. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00
Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00
Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27