Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2017 13:00 Darren Till er rísandi stjarna í UFC. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017 MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017
MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22
Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30
Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15