Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 11:27 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. Hún segir enn allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar og augljóst að allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir ef mynda eigi starfhæfa ríkisstjórn til næstu ára. Rætt var við Katrínu í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Katrín skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands á mánudaginn eftir að viðræðum Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar var slitið. „Maður var auðvitað að vonast til þess að þessi ríkisstjórn hefði styrkari meirihluta heldur en eins manns meirihluta. það er það sem á endanum verður til þess að framsókn segir að verkefnin framundan séu með þeim hætti að þau telji ekki vænlegt að fara inn í ríkisstjórn með svona nauman meirihluta. Það voru vonbrigði og það sem er að gerast núna, það eru náttúrulega allir að spekúlera mjög mikið og það eru svona 10 þúsund ráðgjafar þarna úti sem eru að mynda ríkisstjórnir,“ segir Katrín. Hún segir að nú séu allir flokkar að tala við alla um næstu skref. „Ég hef verið í samtölum við Bjarna Ben og Sigurð Inga. Ég hef líka verið í samtölum við Loga Einarsson sem er formaður Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu formann Viðreisnar. Í gærkvöldi hitti ég Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hann var bara mjög hress,“ segir Katrín. „Þetta eru engin geimvísindi. Við vorum hérna fyrir ári í 10 vikur að mynda ríkisstjórn með sjö flokka á þingi og engan augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem gerðist í þessum kosningum er að við erum með átta flokka á þingi og enga augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem hefur breyst síðan í fyrra er að ég held að allir flokkar átti sig betur á því að þetta er staða þar sem þýðir ekki að ætlast til þess að þú náir einhverri málefnalega heildstæðri stjórn til vinstri eða hægri. Það er allavega mjög flókið eins og þetta er núna.“ Hún segist telja að allir átti sig á á því að enginn flokkur muni fá fram sínar ítrustu kröfur í neinu samstarfi sem sé uppi á borðum.Ekki víst að samstarf við Sjálfstæðisflokk yrði óvinsælt Aðspurð hvort það yrði ekki óvinsælt innan Vinstri grænna ef flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum segir Katrín að viðræður séu ekki komnar á það stig. „Ég horfi bara á það að það eru mjög margir sem vilja að VG fari í ríkisstjórn og það hef ég sagt við mína félaga. Ég hef sagt ég vil að við vorum í ríkisstjórn svo fremi sem við náum árangri sem við teljum viðunandi og áhrifum sem við teljum viðunandi. Þannig er það bara. Þess vegna útilokaði ég engan fyrir kosningar en auðvitað var fyrsti kostur sá sem við reyndum hér í síðustu viku og um helgina.“Þú ert ekki búin að ákveða að setjast niður með Bjarna Ben og félögum? „Nei það er ekkert komið á þann stað. Eins og ég segi, við erum öll að tala saman og fólk er svona í þreifingum með það. Það er enginn með umboðið. Það er auðvitað búið að mynda mjög margar ríkisstjórnir á samskiptamiðlum vænti ég. En þú spyrð hvort það yrði allt brjálað. Staðan er þannig að við horfum á að það þarf að mynda hér starfhæfan meirihluta, helst til næstu ára. Það sagði ég fyrir kosningar. Við í VG viljum vera með í þeim meirihluta svo fremi sem við metum okkar áhrif og stöðu viðunandi, bara fyrir þau mál sem við teljum mikilvæg. Þannig er það bara.“Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30 „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. Hún segir enn allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar og augljóst að allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir ef mynda eigi starfhæfa ríkisstjórn til næstu ára. Rætt var við Katrínu í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Katrín skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands á mánudaginn eftir að viðræðum Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar var slitið. „Maður var auðvitað að vonast til þess að þessi ríkisstjórn hefði styrkari meirihluta heldur en eins manns meirihluta. það er það sem á endanum verður til þess að framsókn segir að verkefnin framundan séu með þeim hætti að þau telji ekki vænlegt að fara inn í ríkisstjórn með svona nauman meirihluta. Það voru vonbrigði og það sem er að gerast núna, það eru náttúrulega allir að spekúlera mjög mikið og það eru svona 10 þúsund ráðgjafar þarna úti sem eru að mynda ríkisstjórnir,“ segir Katrín. Hún segir að nú séu allir flokkar að tala við alla um næstu skref. „Ég hef verið í samtölum við Bjarna Ben og Sigurð Inga. Ég hef líka verið í samtölum við Loga Einarsson sem er formaður Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu formann Viðreisnar. Í gærkvöldi hitti ég Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hann var bara mjög hress,“ segir Katrín. „Þetta eru engin geimvísindi. Við vorum hérna fyrir ári í 10 vikur að mynda ríkisstjórn með sjö flokka á þingi og engan augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem gerðist í þessum kosningum er að við erum með átta flokka á þingi og enga augljósa pólitíska línu út úr kosningum. Það sem hefur breyst síðan í fyrra er að ég held að allir flokkar átti sig betur á því að þetta er staða þar sem þýðir ekki að ætlast til þess að þú náir einhverri málefnalega heildstæðri stjórn til vinstri eða hægri. Það er allavega mjög flókið eins og þetta er núna.“ Hún segist telja að allir átti sig á á því að enginn flokkur muni fá fram sínar ítrustu kröfur í neinu samstarfi sem sé uppi á borðum.Ekki víst að samstarf við Sjálfstæðisflokk yrði óvinsælt Aðspurð hvort það yrði ekki óvinsælt innan Vinstri grænna ef flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum segir Katrín að viðræður séu ekki komnar á það stig. „Ég horfi bara á það að það eru mjög margir sem vilja að VG fari í ríkisstjórn og það hef ég sagt við mína félaga. Ég hef sagt ég vil að við vorum í ríkisstjórn svo fremi sem við náum árangri sem við teljum viðunandi og áhrifum sem við teljum viðunandi. Þannig er það bara. Þess vegna útilokaði ég engan fyrir kosningar en auðvitað var fyrsti kostur sá sem við reyndum hér í síðustu viku og um helgina.“Þú ert ekki búin að ákveða að setjast niður með Bjarna Ben og félögum? „Nei það er ekkert komið á þann stað. Eins og ég segi, við erum öll að tala saman og fólk er svona í þreifingum með það. Það er enginn með umboðið. Það er auðvitað búið að mynda mjög margar ríkisstjórnir á samskiptamiðlum vænti ég. En þú spyrð hvort það yrði allt brjálað. Staðan er þannig að við horfum á að það þarf að mynda hér starfhæfan meirihluta, helst til næstu ára. Það sagði ég fyrir kosningar. Við í VG viljum vera með í þeim meirihluta svo fremi sem við metum okkar áhrif og stöðu viðunandi, bara fyrir þau mál sem við teljum mikilvæg. Þannig er það bara.“Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30 „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. 7. nóvember 2017 12:30
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?