Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Heimir Guðjósson, kóngurinn í Krikanum til áraraða, mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. Vísir/Ernir „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira