Búin að fá nóg af þessu hatri og öllum stælunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Rose fór á kostum á blaðamannafundinum eftir bardaginn og kvað heldur betur við nýjan tón í hennar orðum. vísir/getty Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“ MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“
MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19