Neyðarkallinn rokselst en tekjurnar fást ekki uppgefnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 15:15 Neyðarkallinn í ár ásamt forverum hans. Landsbjörg Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega. Veður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega.
Veður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira