Náðu ekki samstöðu um Viðreisn Höskuldur Kári Schram og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2017 13:13 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir allt benda til þess að áhugi hafi verið fyrir því að bjóða Viðreisn inn í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Einhverjir staðið á móti Viðreisn „Maður hefði haldið að þau myndu vilja styrkja þessa ríkisstjórn, til dæmis með Viðreisn. En það hefur ekki náðst samkomulag innan hópsins um það. Þar hafa einhverjir staðið á móti því, því það hefur verið svo einhvern veginn augljóst að gera það,“ sagði Eiríkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í gær. Hún sagði það aldrei hafa komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn en óformlega hefði þó „eitt og annað“ verið rætt. „Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín.Öðrum mögulega boðið til samstarfs síðar Eiríkur Bergmann ítrekaði þessi orð Þorgerðar Katrínar í Sprengisandi í morgun, að erfitt væri að fá flokk seint inn í stjórnarmyndunarviðræður. „Hvort hægt sé að bjóða síðan öðrum flokkum á seinni stigum, auðvitað er það svolítið erfitt, og búið að læsa þau saman um einhver grundvallaratriði, hvert er þá hlutverk þess sem síðar kemur að borðinu? Hver er hlutdeild hans í þessu?“ spurði Eiríkur. „En þó sæi maður alveg fyrir sér að svona flokkar, þeir kæmu sér saman um grundvallarþátt, eitthvert grundvallarplagg og svo væri öðrum boðið til samstarfs frekar en að þeir yrðu aðilar að stjórninni. Og menn fengju þá einhverju framgengt.“Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56 „Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur 4. nóvember 2017 17:56
„Áhugavert“ að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16