Minna stjórnarmyndunarflokka á þátt þolenda kynferðisofbeldis í viðræðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 10:45 Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Andri Marinó Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16