Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2017 11:59 Formenn Framsóknar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi ásamt fulltrúa Pírata. Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Anton Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira