Katrín: Staðan skýrist á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 19:02 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07