Telja viku eftir af viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Formenn flokkanna gera nú hlé á viðræðum vegna fundarhalda í miðstjórn Framsóknarflokksins. Vísir/eyþór „Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
„Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira