Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 22:07 Vísir/AFP Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði. Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði.
Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28