Katrín: Allir flokkar hafa drauma, langanir og þrár varðandi ráðuneyti Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. nóvember 2017 19:25 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent