Óbreytt staða í skattamálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Jafnréttismál og kjör kvennastétta eru áberandi í viðræðum flokkanna um komandi kjaraviðræður. vísir/anton Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ekki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta. Eins og komið hefur ítrekað fram er lögð áhersla á það meðal flokkanna þriggja að einblína á stóru málin og reynt að finna sameiginlegan flöt á þeim en hvorki verður ráðist í grundvallarbreytingar á sjávarútvegs- né landbúnaðarmálum. Stjórnarskrárbreytingar verða ræddar út frá því sem samstaða getur náðst um og viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt þjóðaratkvæðagreiðslur og umhverfis- og auðlindaákvæði. Beðið er með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Ljóst er hins vegar að ekki er einhugur um hve mörg ráðuneyti hver og einn flokkur fær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ekki sætta sig við tvö ráðuneyti, enda með helmingi stærri þingflokk en Björt framtíð hafði á síðasta kjörtímabili. Sátt ríkir um að bæði Framsóknarflokkurinn fái þrjú ráðuneyti og Vinstri græn fái þrjú, þar á meðal forsætisráðuneytið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á óbreyttan ráðherrafjölda, það eru sex ráðuneyti, enda eru þeir að gefa eftir forsætisráðuneytið og leggja höfuðáherslu á að þingstyrkur þeirra umfram hina flokkana endurspeglist með einhverjum hætti í stjórninni. Þó herma heimildir blaðsins að Sjálfstæðismenn muni sætta sig við fimm ráðuneyti, fái þeir þau ráðuneyti sem þeir leggja mesta áherslu á. Helst er að vænta ágreinings um ráðherrastóla milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Báðir flokkarnir leggja til að mynda áherslu á að fá utanríkismálin. Framsóknarmenn vilja setja Lilju í utanríkismálin þar sem fjármálaráðuneytið er frátekið fyrir Bjarna. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar mikla áherslu á að vera málsvari þjóðarinnar á erlendri grundu með einhverjum hætti og fái þeir hvorki forsætið né embætti forseta Alþingis verði þeir að fá utanríkismálin. Búast má við að viðræður flokkanna gangi hratt næstu daga. Formið á viðræðunum verður þannig að málefnin verða tekin fyrir með skipulegri hætti og kallaðir verða til sérfræðingar úr ráðuneytum og stjórnsýslu til aðstoðar og ráðgjafar í hverju máli fyrir sig. Skipt verður í vinnuhópa þegar stóru línurnar hafa verið dregnar. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn um næstu helgi, samkvæmt löngu boðaðri dagskrá og heimildir blaðsins herma að málefnavinnan í viðræðunum sé það langt komin að stefnt sé að því að stjórnarsáttmáli verði borinn undir atkvæði þar, eins og lög flokksins kveða á um, náist saman með forystumönnum á annað borð. Flokksráð hinna flokkanna tveggja verða einnig kölluð saman um leið og þingflokkar hafa tekið afstöðu til stjórnarsáttmála. Þá má búast við að nýrri ríkisstjórn verði gefið nokkurra daga svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög áður en þing verður kallað saman, líklega upp úr næstu mánaðamótum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18