Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 15:56 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, sjást hér fyrir miðri mynd í þingsal. Þau greiddu bæði atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. vísir/anton brink „Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent