Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:14 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15